Þorgerður Grímsdóttir

ID: 2303
Fæðingarár : 1880
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1956

Þorgerður Grímsdóttir fæddist í Borgarfjarðarsýslu 1. júní, 1880. Dáin 10. febrúar, 1956 í St. Paul í Minnesota.

Maki: 1) Silas Henry Stambaugh 2) Robert G. Booher f. 1884.

Börn: Með Silas 1. Martha f. 8. júní, 1901 2. Syvilla f. 15. desember, 1905. Með Robert 1. Margrét Mary f. 8. júlí, 1920 2. Robert Thorvald f. 9. maí, 1922 3. Florence María f. 10. janúar, 1924 4. William Emil f. 16. nóvember, 1925.

Þorgerður fór vestur 1882 með foreldrum sínum, Grími Steinólfssyni og Bjarngerði Þorsteinsdóttur. Hún ólst upp í N. Dakota og þar hóf hún búskap með fyrri manni.  Var svo sest að í St. Paul í Minnesota árið 1930 með seinni manni og börnum þeirra.