Þorgerður Jónsdóttir

ID: 3198
Fæðingarár : 1844
Fæðingarstaður : Mýrasýsla
Dánarár : 1921

Þorgerður Jónsdóttir fæddist 23. október, 1844 í Mýrasýslu. Dáin 1. mars, 1921 í Nýja Íslandi.

Maki: 1873 Sveinn Árnason f. 1. ágúst, 1849 í Borgarfjarðarsýslu, d. 24. júlí, 1923 í Manitoba.

Börn: 1.  Ingibjörg f. 1874 2. Jóhannes f. 1875 3. Helga f. 1878 4. Gróa f. 1881.

Þorgerður fór vestur árið 1900 og með henni sonurinn Jóhannes. Þau fóru rakleitt á Eyjólfsstaði í Hnausabyggð þar sem Ingibjörg dóttir hennar og Sveins bjó. Sveinn kom vestur ári síðar.  Þau settust að í Hnausabyggð þar sem þau bjuggu til ársins 1919. Þá fluttu þau á lítið land á Winnipeg Beach, nærri yngstu dótturinni Gróu.