Þorgrímur Arnbjörnsson

ID: 15374
Fæðingarár : 1851
Dánarár : 1936

Þorgrímur Arnbjörnsson fæddist í S. Múlasýslu 29. júní,1851. Dáinn í Seattle 21. janúar, 1936.

Maki: 8. janúar, 1886 Solveig Halldórsdóttir f. 23. maí, 1860 í S. Múlasýslu, d. 5. maí, 1939 í Seattle.

Börn: 1. Þóra f. í Michigan í Bandaríkjunum 21. október, 1886.

Þorgrímur lærði smíðar, fyrst í Danmörku í tvö ár svo í Bandaríkjunum í fjögur ár. Kom heim til Íslands þar sem hann kvæntist Solveigu 8. janúar, 1886. Sama ár fluttu þau vestur til Grayling í Michigan þar sem Þorgrímur vann við trésmíðar í sautján ár. Þau fluttu þaðan árið 1904 til Seattle í Washington þar sem þau bjuggu eftir það.