ID: 3759
Fæðingarár : 1869
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1901
Þorgrímur Thorgrímsen fæddist í Snæfellsnessýslu árið 1869. Dáinn í Keewatin, Ontario 3. apríl, 1901.
Maki: 1897 Salóme Pálína Þorsteinsdóttir f. 5. október, 1867 í Mýrasýslu.
Barnlaus.
Þorgrímur flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Hann fékk vinnu hjá járnbrautarfélagi og bjó þar í borg til ársins 1897 en þá varð hann framkvæmdarstjóri suðvestur deildar C.P.R. járnbrautarfélagsins í Ontario og bjó í Keewatin. Þar lést hann skömmu eftir aldamótin í járnbrautarslysi.
