Sigurveig Þ Jónasdóttir

ID: 9737
Fæðingarár : 1876
Dánarár : 1945

Sigurveig Jónasdóttir Mynd VÍÆ III

Sigurveig Þórhildur Jónasdóttir fæddist í S. Þingeyjarsýslu 2. júní, 1874. Dáin 6. apríl, 1945 í Riverton, Manitoba.

Maki: 10. mars, 1901 Jón Gíslason f. 24. febrúar, 1881 í N. Múlasýslu. Dáinn 16. ágúst, 1972 í Riverton.

Börn:  1. Gísli Jónas f. 18. september, 1902 2. Sigrún f. 27. nóvember, 1904 3. Jónína Björg f. 7. desember, 1905 4. Sigurbjörn f. 7. september, 1908 5. Margrét f. 10. júní, 1910 6. Indriði Jónatan f. 23. Nóvember, 1912, d. 3, mars, 1914 7. Vilberg Friðrik f. 11. september, 1914 8. Bjarni Kristinn f. 19. apríl, 1916 9. Árni Sigurjón f. 22. desember, 1919.

Sigurveig flutti vestur til Manitoba árið 1897 með móður sinni, Margréti Magnúsdóttur. Þær voru fyrst í Selkirk þar sem Sigurveig kynntist Jóni. Jón fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 með foreldrum sínum, Gísla Jónssyni og Vilborgu Ásmundsdóttur  og systkinum.  Þau bjuggu fyrst í Winnipeg Beach en fluttu þaðan í Árnesbyggð norður af Gimli. Árið 1917 fluttu þau til Riverton og bjuggu þar síðan.