Thorkell B Jóhannsson

ID: 16853
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1901

Thorkell Bjarnason fæddist í Engihlíð í Geysisbyggð í Manitoba 8. október, 1901.

Maki: 29. júní, 1935 Guðrún Björnsdóttir f. í Nýja Íslandi 15. ágúst, 1915.

Börn: 1. Thorkell Wallace f. 10. apríl, 1936 2. Sigrún Eleanor f. 16. janúar, 1938 3. Sigmar Lawrence f. 15. janúar, 1940 4. Kristján Ronald f. 25. september, 1943 5. Lára Barbara f. 9. september, 1946 6. Björn Neil f. 16. ágúst, 1953.

Thorkell var sonur Bjarna Benedikts Jóhannssonar og Steinþóru Þorkelsdóttur. Bjarni flutti vestur með foreldrum sínum, Jóhann Jónssyni og Gunnlaugu Bjarnadóttur, sem vestur fluttu árið 1876. Faðir hans, Jóhann lést úr bólunni í Nýja Íslandi sama ár. Bjarni nam land í Geysisbyggð og hóf búskap með móður sinni. Kvæntist Steinþóru árið 1896. Thorkell stundaði fiskveiðar á yngri árum, lærði svo  bílaviðgerðir í Winnipeg. Flutti í Arborg þar sem hann opnaði og rak bílaverkstæði auk þess að vera með smá búskap. Sat um skeið í bæjarstjórninni þar og líka skólaráði. Guðrún var dóttir Björns Ingvars Sigvaldasonar og Guðjónu L Guðnadóttur Johnson.