Þorkell Ó Sigurðsson

ID: 20141
Fæðingarár : 1861
Dánarár : 1895

Þorkell Ólafur Sigurðsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 30. apríl, 1861. Dáinn 27. desember, 1895 í Park River í N. Dakota.

Ókvæntur og barnlaus.

Þorkell ólst upp í Skagafirði, undirbjó skólanám hjá séra Þorkeli Bjarnasyni, presti á Reynivöllum og var þar einhver ár. Hann innritaðist í latínuskólann í Reykjavík og styrkti séra Þorkell nafna sinn þá, en hann var þar í fjögur ár. Þaðan lá leið hans í prestaskóla í Philadelphia og þangað fékk hann kall frá Argylebyggð í Manitoba. Hann tók því, fór til N. Dakota þar sem hann var vígður á kirkjuþingi árið 1895 í Park River. Heilsan var ekki góð og og hann lést skömmu fyrir aldamót og var jarðsettur í Garðar 3. janúar, 1896.