Þorlákur F Björnsson fæddist í Nýhaga í Nýja Íslandi 18. júlí, 1878.
Maki: Ingibjörg Stefánsdóttir f. 17. febrúar, 1876 í Skagafjarðarsýslu.
Börn: 1. Lilja Anna f. 7. nóvember, 1907 2. Magnús Páll f. 27. febrúar, 1910 3. Jóhannes Þórður f. 8. maí, 1913
Foreldrar Þorláks, Friðbjörn Björnsson og Anna S. Árnadóttir, fluttu vestur til Ontario í Kanada árið 1873. Þau voru í Parry Sound fyrstu árin en fluttu til Nýja Íslands árið 1875. Þar fæddist Þorlákur. Leið þeirra lá næst til Mountain í N. Dakota árið 1881. Þorlákur lauk prófi frá búnaðarskóla í Fargo árið 1901. Hann flutti í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1905 og nam fyrst land nærri Leslie. Hann stundaði búskap til ársins 1929 en stundaði kaupmennsku eftir það. Hann flutti til Wynyard árið 1946. Ingibjörg fór vestur með foreldrum sínum, Stefáni Hafliðasyni og Lilju Jónsdóttur, árið 1888 til Nýja Íslands í Manitoba. Þaðan fluttu þau í Vatnabyggð um 1906 og settust að nærri Wynyard.
