ID: 19842
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1886
Dánarár : 1958

Þorlákur Gunnar Jónsson Mynd VÍÆ III
Þorlákur Gunnar Thorlakson fæddist í Eyfordbyggð í N. Dakota 12. september, 1890. Dáinn í Morden, Manitoba 3. febrúar, 1958.
Maki: 10. júní, 1954 Ellen Georgina Smith f. 21. júní, 1905.
Barnlaus.
Þorlákur var sonur Jóns Veldemars Þorlákssonar og konu hans, Petrínu Guðnadóttur. Hann vann ýmis landbúnaðarstörf í N. Dakota, gekk í kanadíska flugherinn árið 1917 og var allt til stríðsloka við flugæfingar í Austur Kanada. Settist að í Winnipeg eftir stríð, vann hjá Eaton´s verslunarkeðjunni ein 30 ár við vélsmíði. Kona hans átti íslenska móður, Halldóru Einarsdóttur (Dora Anderson) en faðirinn, George Smith, var kanadískur.
