Þorlákur Þorfinnsson

ID: 7674
Fæðingarár : 1866
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1944

Þorlákur Þorfinnsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 27. ágúst, 1866. Dáinn 1. nóvember, 1944.

Maki: 8. júlí, 1891 Guðríður Guðmundsdóttir  f. 1. maí, 1863 í Skagafjarðarsýslu.

Börn: 1. Lawrence f. 8. júní, 1892, d. 1908 2. Mathias Adolf f. 10. júlí, 1893, skírður af séra Matthíasi Jochumssyni og bar nafn hans 3. Theodore f. 16. janúar, 1895 4. Snorri Maurice f. 15. apríl, 1901 5. Hjalti Brynjólfur f. 1906.

Þorlákur flutti vestur árið 1882 með foreldrum sínum, Þorfinni Jóhannessyni og Elísabetu Pétursdóttur sem settust að í N. Dakota. Guðríður fór til Nýja Íslands árið 1876 með sínum foreldrum, Guðmundi Skúlasyni og Guðríði Guðmundsdóttur. Þorlákur og Guðríður bjuggu fyrst í Hensel í N. Dakota, seinna í Hallson og um hríð í Cavalier en enduðu í Mountain.