Þorsteinn Elíasson fæddist í Mikley 21. september, 1879.
Maki: 25. apríl, 1908 Jóhanna Jónína Jóhannsdóttir fædd í Mikley 20. júní, 1889.
Börn: 1. Elínborg Sigríður f. 10. mars, 1909 2. Jóhann Friðrik f. 23. apríl, 1911 3. Þorsteinn Elías f. 11. nóvember, 1912 4. Normann Skarphéðinn f. 31 .október, 1914 5. Arnína Sigurbjörg f. 18. júní, 1917 6. Ingibjörg Sigurrós f. 14. september, 1919 7. Grace Jóhanna f. 1. maí, 1921 8. Sigríður Haraldína Aurora f. 3. október, 1923 9. Laura Gladys Evelyn f. 20. október, 1926 10. Elínborg Sylvia Pearl f. 11. júní, 1929.
Þorsteinn ólst upp í Mikley en flutti til Gimli eftir aldamótin og bjó þar til ársins 1913. Þá fóru hann og Jóhanna til Riverton þar sem þau bjuggu til ársins 1924. Fluttu þaðan til Selkirk, aftur til Gimli að nokkrum árum liðnum en enduðu svo í Winnipeg.
