
Þorsteinn Gíslason Mynd VÍÆ IV
Þorsteinn Gíslason fæddist í Öræfum í A. Skaftafellssýslu 1. maí, 1885.
Maki: 3. september, 1914 Pálína Guðbjörg Halldórsdóttir f. 29. mars, 1893 á Gimli í Nýja Íslandi.
Börn: 1. Guðný f. 17. júlí, 1916, d. í Winnipeg 12. ágúst, 1940 2. Halldóra f. 13. mars, 1918 3. Gísli f. 10. maí, 1919, drukknaði í Manitobavatni árið 1969 4. Halldór f. 10. maí, 1919, tvíburi, dó ungbarn 5. Garðar Hólm f. 13. mars, 1921 6. Kristinn f. 11. maí, 1926.
Þorsteinn flutti vestur árið 1905 og settist að á Gimli í Manitoba, Þaðan lá leið hans norður til Steep Rock í Manitoba árið 1910 þar sem hann bjó til ársins 1941. Flutti það ár til Oak Point og bjó þar í tuttugu ár, flutti árið 1966 á Betel í Gimli. Pálína var dóttir Halldórs Brynjólfssonar og Hólmfríðar Eggertsdóttur á Birkivöllum á Gimli.
