ID: 1175
Fæðingarár : 1859
Þorsteinn Ólafsson fæddist í Árnessýslu árið 1859.
Maki: Anna Jónasdóttir ættuð úr Skagafjarðarsýslu, d. 1919 í N. Dakota.
Börn: 1. Elín 2. Jónas 3. Ólafur 4. Ólafía 5. Kristín
Þorsteinn fór vestur til Marklands í Nýja Skotlandi árið 1878 ásamt stjúpmópur sinni og systkinum. Faðir hans, Ólafur Þórsteinsson fór þangað árið áður. Öll fluttu þau vestur í Pembinabyggð í N. Dakota árið 1882.