ID: 12842
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Þorsteinn Pétursson fæddist í N. Múlasýslu.
Maki: Ingibjörg Arnfríður Eiríksdóttir f. í N. Múlasýslu árið 1870.
Börn: 1. Pétur Sigurður 2. Gunnar Eiríkur 3. Loftur J Júlíus
Þorsteinn fór vestur til Nýja Íslands árið 1876 með fósturforeldrum sínum, Eyjólfi Eyjólfssyni og Guðrúnu Hallgrímsdóttur. Bjó þar hjá þeim fyrstu þrjú árin en flutti því næst til Winnipeg. Þar bjó hann til ársins 1908 en þá fluttu þau hjón í Pine Valley byggð og vann Þorsteinn þar verslunarstörf hjá Jóni Stefánssyni. Fluttu á land Péturs Sigurðar í byggðinni árið 1928.
