Þorsteinn Sigurðsson fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1860.
Maki: Ingibjörg Guðmundsdóttir fædd í Skagafjarðarsýslu árið 1859.
Börn: 1. Hrólfur f. 1885 2. Guðjón f. 1891 3. Björn f. 1895.
Þorsteinn mun hafa farið vestur í byrjun 20. aldar með Hrólf og settist að í Geysirbyggð. Magnús Sigurðsson skrifar um landnema Geysirbyggðar í Almanakið 1932 og segir Ingibjörgu hafa verið senda vestur einhverjum árum seinna. Margrét Jónsdóttir var orðin ekkja á Þingeyrum (1910) eftir mann sinn Guðmund Guðmundsson og réðst Þorsteinn til hennar sem bústjóri. Hann gerði við hana svokallað helmingafélag. Með vinnu sinni eignaðist hann helming í Þingeyrum en illa gekk þeim að fá þetta fyrirkomulag samþykkt í byggðinni. Hrólfur kvæntist Oddnýju, dóttur Margrétar og Guðmundar. Þau bjuggu í Selkirk og seinna vestur í Seattle.
