Þórunn L Vilhjálmsdóttir

ID: 18299
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1901

Þórunn Lára Vilhjálmsdóttir Mynd VÍÆ II

Þórunn Lára Vilhjálmsdóttir fæddist 28. maí, 1901 í Mikley í Manitoba.

Maki: 16. júní, 1924 Valentinus Ketilsson fæddist í Winnipeg 16. apríl, 1896, d. 5. janúar, 1960. Valgarðsson vestra.

Börn: 1. Kristín Joyce f. 18. mars, 1925 2. Avis Margrét f. 2. ágúst, 1929 3. Valentinus Norman f. 15. október, 1936.

Þórunn var dóttir Vilhjálms Sigurgeirssonar og Kristínar Þóru  Helgadóttur í Mikley. Valentinus var sonur Ketils Valgarðssonar og Soffíu Sveinbjarnardóttur á Gimli þar sem Valentinus ólst upp. Þar lauk hann grunnskólanámi og flutti til Winnipeg árið 1912, vann fyrst í banka en fór síðan í framhaldsnám og lauk B.A. prófi frá Manitobaháskóla árið 1921. Hann kenndi við skólann í hlutastarfi og hélt námi áfram. Lauk M.A. prófi þaðan árið 1923 og haustið 1924 var hann skipaður kennari við Central College í Moose Jaw í Saskatchewan þar sem hann kendi síðan alla ævi.