Þuríður G Bjarnadóttir

ID: 4625
Fæðingarár : 1875
Dánarár : 1899

Þuríður Guðrún Bjarnadóttir fæddist í Ísafjarðarsýslu árið 1875.  Dáin í Langruth í Man. 22. janúar, 1920.

Maki: 3. febrúar, 1893 Jón Jónsson Austmann f. í Árnessýslu 22. maí, 1857, d. í Los Angeles 3. mars, 1934. Þau skildu.

Barnlaus.

Þuríður var dóttir Bjarna Kristjánssonar og Bjarneyjar Guðmundsdóttur, sem vestur fluttu með fjögur börn, frá Gerðhömrum í Mýrahreppi í Ísafjarðarsýslu árið 1887. Þuríður hafði verið tekin í fóstur af Guðmundi Björnssyni og Þuríði Gísladóttur á Núpi í sama hreppi og fór með þeim vestur sama ár og foreldrar hennar og systkini.