ID: 20606
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1904
Dánarár : 1954

Þuríður S Ólafsson Mynd VÍÆ IV
Þuríður Sigurrós Jónsdóttir fæddist í Winnipeg 8. febrúar, 1904. Dáin í Rosetown í Saskatchewan 15. janúar, 1954. Ólafsson vestra.
Ógift og barnlaus.
Foreldrar Þuríðar voru Jón Ólafsson og Sigríður Jónsdóttir er lengi bjuggu í Leslie í Saskatchewan. Þuríður gekk menntaveginn og kaus hjúkrún. Árið 1926 lauk hún hjúkrunarprófi frá General Hospital í Regina í Saskatchewan. Vann lengi við heimahjúkrun áður en hún var ráðin yfirhjúkrunarkona við sjúkrahús í Foam Lake í Saskatchewan. Hún var seinna ritari á sjúkrahúsi í Indian Head í Saskatchewan og loks var hún ritari og hjúkrunarkona á einkalæknastofu í Rosetown.
