Tímóteus Guðmundsson

ID: 4331
Fæðingarár : 1867
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1946

Tímóteus Guðmundsson Mynd Almanak 1938

Tímóteus Guðmundsson fæddist 15. júní, 1867 í Dalasýslu. Dáinn 22. nóvember, 1946 í Vatnabyggð.

Maki: Þorbjörg Hallgrímsdóttir f. 2. september, 1871 í N. Múlasýslu, d. 1. janúar, 1845 í Vatnabyggð..

Börn: 1. Anna Guðrún f. 6. febrúar, 1894 2. Elísabet Kristjana f. 15. september, 1895, d. 17. janúar, 1953 3. Ólína Guðríður f. 7. janúar, 1897 4. Hallfríður Anna f. 20. september, 1898 5. Magnús Guðmundur f. 11. apríl, 1900 6. Jónína Katrín f. 30. janúar, 1902 í Brownbyggð í Manitoba 7. Jón Brandur f. 7. desember, 1904 í Brownbyggð 8. Sigríður Oddný f. 31. janúar, 1910 í Elfros, Saskatchewan 9. Lára Jakobína f. 8. júní, 1912 í Elfros 10. Edwin Theodór f. 17. desember, 1914.

Tímóteus fór einsamall vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Þaðan fór hann í Garðarbyggð í N. Dakota og bjó þar til ársins 1901. Þá flutti hann yfir landamærin og settist að í Brown byggðinni í Manitoba þar sem hann bjó til ársins 1907 en þá flutti hann í Vatnabyggðina í Saskatchewan. Þar nam hann land nærri Elfros.