ID: 3989
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1818
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1912
Tómas Kristjánsson fæddist í Dalasýslu 10. ágúst, 1818. Dáinn í N. Dakota 1. apríl, 1912.
Maki: Björg Athanasíusardóttir, d. 31. maí, 1871 á Íslandi.
Börn: 1. Guðni f. 14. ágúst, 1855 2. Sigríður Helga f. 16. febrúar, 1856 3. Margrét f. 14. júní, 1861 4. Tómas Hjörtur f. 20. júlí, 1868.
Tómas flutti vestur til Kanada árið 1876 með Guðna, Margréti og Tómas Hjört. Sigríður fór þangað árið á undan og bjó í Kinmount og til hennar fór Tómas. Þaðan fór hann til N. Dakota þar sem Guðni nam land í Akrabyggð. Tómas bjó sín síðustu ár hjá dóttursyni sínum Kristjáni.
