Torfhildur Hólm

ID: 6351

Torfhildur Hólm Mynd Einkasafn

Torfhildur Hólm fæddist í A.Skaftafellssýslu 2. febrúar, 1845. Dáin á Íslandi 14. nóvember, 1918.

Maki: Jakob Hólm d. á Íslandi 1875.

Barnlaus.

Torfhildur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876. Hún var mágkona Rannveigar eiginkonu Sigtryggs Jónassonar og fór með þeim norður í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi.  Hún flutti með þeim til Winnipeg árið 1881 en sneri aftur til Íslands um 1890. Hún var rithöfundur og voru nokkrar skáldsögur hennar gefnar út.