ID: 20457
Fæðingarár : 1872
Dánarár : 1962
Trausti Friðriksson fæddist í Höfðahverfi í S. Þingeyjarsýslu 21. október, 1872. Dáinn í Winnipeg 28. september, 1962. Frederickson vestra.
Maki: 14. október, 1902 Ása Nýbjörg Ásgrímsdóttir f. 3. janúar, 1877 í Skagafjarðarsýslu.
Börn: 1. Sigtryggur f. 8. nóvember, 1903 2. Sigurlaug (Lauga) f. 21. október, 1909, d. 20. mars, 1945. 3. Þorbjörg (Thora) f. 8. nóvember, 1917.
Trausti var sjómaður á Íslandi áður en hann flutti vestur árið 1922. Sigldi þá með Goðafossi í janúar. Hann settist að í Baldur í Manitoba og bjó þar til ársins 1949. Settist þá að í Winnipeg.