Una F Jónasdóttir

ID: 17048
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1891

Una Friðný Jónasdóttir fæddist 30. október, 1891 í Nýja Íslandi.

Maki: 8. maí, 1913 Jón Pálsson, f í Eyjafjarðarsýslu 10. september 1887.

Börn: 1. Jóhannes f. 1. apríl, 1914 2. Lilja Jónasína f. 22.desember, 1915 3. Páll f. 19. september, 1917 4. Valdimar f. 14. september, 1919 5. Sigrún Sigurlín f. 2. október, 1921.

Una Friðný var dóttir Jónasar Þorsteinssonar og Lilju Friðfinnsdóttur landnema í Geysisbyggð. Jón fór vestur með foreldrum sínum, Páli Halldórssyni og Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur árið 1894. Jón tók við landi foreldra sinna þegar þau fluttu til Riverton.