Una K Jónsdóttir

ID: 20352
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1893
Dánarár : 1958

Una Kristbjörg Jónsdóttir Mynd VÍÆ I

Una Kristbjörg Jónsdóttir fæddist í N. Dakota 19. nóvember, 1893. Dáin 21. október, 1958 í Grand Forks. Bertha Beck vestra.

Maki: 9. apríl, 1925 Dr. Richard Beck f. í S. Múlasýslu 9.júní, 1897, d. 20. júlí, 1980.

Börn: 1. Margaret Helen f. 9. ágúst, 1929 2. Richard f. 6. janúar, 1933.

Una var dóttir Jóns Jónassonar og Guðbjargar Ólafsdóttur í N. Dakota. Ung fór hún til ættingja í Winnipeg þar sem hún ólst upp. Hún lauk miðskólanámi, lærði hjúkrun og útskrifaðist hjúkrunarkona árið 1917. Hún var ráðin í hjúkrunardeild kanadíska hersins, var send til Englands þar sem hún starfaði í nærri tvö ár. Hún sneri aftur til Winnipeg, vann við hjúkrun þar og annars staðar í Manitoba. Hún stundaði síðan framhaldsnám í hjúkrunarfræðum í New York og Ithaga þar sem hún kynntist manni sínum og gekk í hjónaband. Þau bjuggu fyrst í Northfield í Minnesota, seinna í Greenville í Pennsylvania en frá 1929 í Grand Forks í N. Dakota. Meir um Unu í Íslensk arfleifð að neðan.

 

Íslensk arfleifð :