Unnsteinn Eyjólfsson

ID: 16656
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1892

Unnsteinn Vilberg Sigurðsson Mynd VÍÆ1

Unnsteinn Vilberg Sigurðsson: Fæddur í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi 21. september, 1892. Sonur Sigurðar Eyjólfssonar. Skráður Eyjólfsson vestra.

Maki: 21. febrúar, 1919 Vilfríður Haraldsdóttir Hólm f. 3. desember, 1894 í Eyjafjarðarsýslu.

Börn: 1. Edward Ragnar f. 27. janúar, 1920 2. Sesselja Grace f. 24. mars, 1925 3. Kathleen Helga Rósa f. 13. apríl, 1929.

Unnsteinn keypti landið í Víðir- Sandhæðabyggð af Hudson Bay Company og bjó þar alla tíð. Stundaði landmælingar í Manitoba og Saskatchewan í tólf ár, sat lengi í sveitarstjórn í Bifröst og stundaði dýralækningar í Arborg. Vilfríður var dóttir Haraldar Sigurðssonar Hólm og Helgu Gunnlaugsdóttur er vestur fluttu frá Akureyri árið 1907.