ID: 17740
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1890

Unnvald Óskar Jónasson Mynd VÍÆ II
Unnvald Óskar Jónasson fæddist í Geysisbyggð í Nýja Íslandi 13. febrúar, 1890.
Maki: Jónína Sigríður Jónsdóttir f. 13. ágúst, 1884 í Winnipeg.
Börn: Hermundur Valdimar f. 9. mars, 1922 2. Guðný Þórunn f. 22. febrúar, 1926 3. Valdína Steinunn f. 22. ágúst, 1930.
Unnvald var sonur Jónasar Þorsteinssonar og Lilju Friðfinnsdóttur, sem fluttu vestur árið 1883. Þau voru landnemar í Geysisbyggð, þar hét Djúpidalur. Að lokinni herþjónustu 1919 settist Unnvald að í Geysisbyggð og gerðist bóndi. Foreldrar Jónínu voru Jón Guðmundsson og Steinunn Júlíana Magnúsdóttir á Gíslastöðum í Breiðuvík í Nýja Íslandi.