Valdimar B Sigurðsson

ID: 20449
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1920
Fæðingarstaður : Wynyard

Valdimar Baldvin Sigurðsson fæddist í Wynyard í Saskatchewan 25. febrúar, 1920.

Maki: 24. júní, 1947 Muriel Desmeras f. 12. mars, 1925, af frönskum uppruna.

Börn: 1. Richard Frederick f. 15. september, 1949 2. Valerie Louise f. 5. september, 1950 3. David Lee f. 14. júní, 1954 4. Ronald Eric f. 20. ágúst, 1957.

Valdimar var sonur Sigurðar Friðrikssonar og Þóru Hansdóttur frá N. Dakota. Faðir Sigurðar og afi Valdimars var Friðrik Bjarnason úr Húnavatnssýslu. Valdimar nam rafmagnsverkfræði í University of Saskatchewan og var rafvirki í Wynyard.