Valdimar D Grímsson

ID: 17366
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1892

Valdimar Daníelsson fæddist í N. Dakota árið 1892.

Maki: Björg Jörundsdóttir f. í Borgarfjarðarsýslu 9. janúar, 1872, d. 4. janúar, 1954 í Vancouver.

Barnlaus.

Valdimar var sonur Daníels Grímssonar og Sigríðar Þorsteinsdóttur, landnema í Garðarbyggð árið 1885 og Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1906. Björg og Valdimar bjuggu síðast í Blaine í Washington. Björg var dóttir Jörundar Sigmundssonar og Auðar Grímsdóttur. Hún flutti til Vesturheims árið 1882 með móður sinni og stjúpföður, Þórði Gunnarssyni og systrum. Þau settust að í Garðarbyggð í N. Dakota.