Valdimar S Thorlakson

ID: 19841
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1886
Fæðingarstaður : N. Dakota

Valdimar Steingrímur Thorlakson Mynd VÍÆ III

Valdimar Steingrímur Thorlakson fæddist suðvestur af Mountain, ND 24. nóvember, 1886.

Ókvæntur og barnlaus.

Hann var sonur Jóns Valdemars Þorlákssonar og konu hans, Petrínu Guðnadóttur. Valdimar lauk miðskólamenntun, var í herþjónustu 1917-19 og var sendur til Englands í mars, 1918. Þar starfaði hann í verkfræðingahópi í grennd við Lyon og ýmsa aðra staði í Frakklandi. Hann vann ýmsa járnbrautavinnu, mest járnsmíðar eftir heimkomuna og vann víðs vegar í borgum Bandaríkjanna. Árið 1944 settist hann að í Oakland í Kaliforníu og bjó þar síðan. Meðan hann átti heima í Wisconsin söng hann í kirkjukórum og líka í norrænum kvartett sem nefndur var Víkingarnir eða The Vikings.