ID: 6604
Fæðingarár : 1834
Dánarár : 1923
Valdís Guðmundsdóttir fæddist 1834 í Staðarsveit í Snæfellsnessýslu. Dáin 1923 í Selkirk.
Maki: Símon Símonarson f. í Gönguskörðum í Skagafjarðarsýslu árið 1839. Dáinn 1927 í Manitoba.
Börn: Valdísar 1) Dr. Valtýr Guðmundsson 2. Anna Vilhelmína 3. Kristjana. Börn með Símoni: 1. Guðmundur f. 1866 2. Guðrún f. 1872 d. 1874 í Kinmount. 3. Jóhanna Guðrún f. 1878
Fóru vestur árið 1874 og voru í Kinmount fyrsta árið. Fluttu þaðan til Nýja Íslands og tóku land í Víðirnesbyggð. Fluttu þaðan eftir fimm ár til Winnipeg en tóku svo land í Argylebyggðinni. Bjuggu þar til ársins 1902 en þá fluttu þau aftur til Winnipeg.