Valgerður Bjarnadóttir

ID: 14639
Fæðingarár : 1883
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1913

Valgerður Bjarnadóttir fæddist í S. Múlasýslu árið 1883. Dáin í Garðarbyggð í N. Dakota árið 1913.

Maki: Einar Magnússon fæddist í S. Þingeyjarsýslu 4. júlí, 1864. Dáinn í Garðarbyggð 28. september, 1942. Melsted vestra.

Börn: 1. Magnús 2. Albert 3. Vilhjálmur 4. Bjarni.

Valgerður flutti vestur til N. Dakota árið 1901. Einar fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 með móður sinni, Elínu Magnúsdóttur og systkinum. Þau bjuggu í Nýja Íslandi í fimm ár, fluttu í Garðarbyggð í N. Dakota árið 1881.