Valgerður Björnsdóttir fæddist 9. september, 1828 í Húnavatnssýslu. Dáin 11. desember, 1916 í Utah. Valgerdur Gudmundson Jameson í Utah.
Maki: 12. nóvember, 1853 Eyjólfur Guðmundsson f. 11. október, 1829 í Húnavatnssýslu, d. í Utah 19. september, 1913. Eyjolfur Jameson í Utah.
Börn: 1. Ögn f. 1854, d. 1949 2. Eygerður f. 1855, d. 1885 3. Auðrósa f. 1857, 1941 4. Sigurbjört f. 1858, d. 1859 5. Guðmunda (Minnie) f. 1859, d. 1955 6. Bjarnlaug f. 1861, d. 1942 7. Guðmundur f. 1862, d. 1955 8. Fróði f. 1864, d. 1864 9. Ketill f. 1865, d. 1917 10. Númi f. 1867, d. 1867 11. Eyjólfur f. 1870, d. 1934 12. Björn f. 1872, dáinn N. Dakota 1884. Ögn fór ekki vestur.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883, fóru þaðan suður til Pembina í N. Dakota, vestur til Helena í Montana og þaðan til Spanish Fork í Utah. Eyjólfur kom sér vel áfram með stóra fjölskyldu og var vinsæll hjá Íslendingum í Utah. Hann var fróður, orti mikið og söng og gaf mörgum góð læknisráð. Vann við trésmíði. Þótt þau færu vestur skírð í kirkju Mormóna þá kom sá dagur að þeim hjónum þótti þau ekki lengur eiga þar heima, sögðu sig úr trúfélagi Mormóna og gengu í íslenska, lúrerska söfnuðinn í Spanish Fork.
