
Vigfús Bjarnason Mynd Icelandic River Saga
Vigfús Bjarnason var fæddur 6. ágúst, 1852 í Rangárvallasýslu. Dáinn 8. mars, 1929 í Riverton.
Maki: 1) 29. nóvember, 1884 Guðrún Ólafsdóttir f. 1855. Dáin 1902. 2) Sigríður Guðný Guðmundsdóttir (Sigga Goodman)f. 10. febrúar, 1873 í Húnavatnssýslu, d. 18. desember, 1938.
Börn: Með Guðrúnu 1. Ólafur f. 1886. 2. Bjarni f. 18. nóvember, 1888 3. Hólmfríður f. 19.mars, 1891
4. Vigdís f. 2.maí, 1893 5. Ingibjörg f. 4. febrúar, 1896 6. Jón f. 15.mars, 1898. Með Sigríði: 1. Halldóra Guðbjörg f. 20.október, 1903 2. Guðmundur (Mundi) Vigfús f. 2. janúar, 1906. Dáinn 14.júlí, 1922 3. Sigurður Vigfús f. 1907. Dáinn 6.janúar, 1908 4. Ingimar Sigurður f. 8.febrúar, 1908 5. Ísleifur f. 31. nóvember, 1910 6. Sigurjón f. 24.desember, 1915. Synir Sigríðar voru, 1. Þorsteinn Jakob Gunnarsson f. 29. janúar, 1896 2. Stefán Helgi Gunnarsson f. 27. júlí, 1897.
Þau fluttu vestur til Winnipeg árið 1887 og fóru norður í Mikley. Þaðan lá leið þeirra í Ísafoldarbyggð árið 1891. Vigfús flutti þaðan með sex börn til Selkirk árið 1902 og þar lágu leiðir hans og Sigríðar saman. Þau fluttu norður í Ísafoldarbyggð og bjuggu þar alla tíð. Sigríður var áður gift Gunnari Þorleifssyni en þau skildu og ein með tvö börn flutti hún vestur til Winnipeg árið 1900. Vigfús og Sigríður fluttu til Riverton árið 1922.
