Vigfús E Jónsson

ID: 13460
Fæðingarár : 1891
Dánarár : 1960

Vigfús Elís Jónsson fæddist 27. mars, 1891 í N. Múlasýslu. Ellis Johnson vestra. Dáinn 19. október, 1960.

Maki: Sigríður Þorleifsdóttir f. 1897 í N. Dakota.

Börn: 1. Melvin 2. Leifur C. (Jack) 3. Pearl S.

Vigfús fór til Vesturheims árið 1892 með foreldrum sínum, Jóni Sigvaldasyni og Sigríði Sæmundsdóttur og settust þau að í N. Dakota. Þaðan lá leiðin norður til Pine Valley í Manitoba en árið 1906 flutti fjölskyldan vestur til Blaine í Washington. Þar bjó Vigfús til ársins 1916, þar sem hann kynntist Sigríði og gengu þau í hjónaband skömmu síðar.  Bjuggu þar síðan.