Vigfús Erlendsson

ID: 1271
Fæðingarár : 1857

Vigfús Erlendsson fæddist í Reykjavík árið 1857.

Maki: Oddbjörg Sæmundsdóttir f. í Árnessýslu 27. janúar, 1854.

Börn: 1. Albert Vídalín 2. Halldóra Marion. Tvö börn þeirra dóu í æsku. Fóstursonur Erlendur Valdimarsson.

Þau fluttu vestur frá Reykjavík árið 1887 og fóru til Winnipeg. Þar bjggu þau í 13 ár og vann Vigfús þá hjá C.P.R. járnbrautafélaginu. Árið 1901 fluttu þau vestur á Point Roberts og voru þar ein 10 ár. Þaðan lá svo leiðin til Vancouver og seinna til Everett í Washington. Vigfús vann við húsbyggingar, byggði hús og seldi.