Vigfús Jónsson

ID: 14193
Fæðingarár : 1874
Dánarár : 1964

Vigfús Jónsson Mynd VÍÆ I

Vigfús Jónsson fæddist í S. Múlasýslu 16. nóvember, 1874. Dáinn í Lundar 17. janúar, 1964. Guttormsson vestra.

Maki: 5. febrúar, 1899 Vilborg Pétursdóttir 30. júní, 1879 í Fljótsbyggð í Manitoba, d. 14. október, 1969 í Lundar.

Börn: 1. Pétur Bergvin f. 23. nóvember, 1899  2. Jón (John) f. 14. júlí, 1901 3. Pálína f. 1. september, 1904 4. Friðrika f. 2. desember, 1909  5. Halldóra Snjólaug f. 18. febrúar, 1914 6. Vilhjálmur Jóhann f. 8. desember, 1916.

Vigfús fór til Kanada árið 1875, með foreldrum sínum, Jóni Guttormssyni og Pálínu Ketilsdóttur. Þeir námu land í Fljótsbyggð  og nefndu bæ sinn Víðivelli. Þar óx Vigfús úr grasi. Foreldrar Vilborgar, Pétur Árnason og Friðrika Björnsdóttir fóru vestur árið 1876 og námu land í Fljótsbyggð.  Þar lágu leiðir Vigfúsar og Vilborgar saman og hófu búskap. Árið 1903 námu þau land í Grunnavatnsbyggð, fluttu þaðan fjórum árum seinna og komu sér fyrir í Oak Point. Voru þar í sveitinni með búskap en auk þess var Vigfús póstmeistari þorpsins frá 1909 til 1920. Áður en járnbraut var lögð norður með vatninu frá Oak Point, sá Vigfús um að um að koma póstinum þaðan til Deerhorn. Aðrir önnuðust svo póstdreifingu til nyrstu byggða. Árið 1919 fluttu þau til Lundar þar sem þau bjuggu eftir það.