ID: 17688
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1896
Dánarár : 1959

Victoria D Árnadóttir Mynd VÍÆ II
Victoria Dolores Árnadóttir fæddist í Winnipeg 18. september, 1896. Dáin þar 1. maí, 1959.
Ógift og barnlaus.
Victoria var dóttir Árna Kristjánssonar og Jónínu S Jónsdóttur í Winnipeg. Þar ólst hún upp og bjó þar til hún náði tvítugsaldri. Þá fór hún til Bandaríkjanna þar sem hún lærði hár- og andlits-snyrtingu. Hún vann við það allmörg ár víða í Ameríku en sneri um síðir til baka og settist að í Winnipeg. Var lengi með snyrtistofu þar í borg og stundaði einnig málaralist. Hafa nokkrar myndir hennar varðveist í Kanada.