Viktoría Solveig Jóhannesdóttir fæddist árið 1868 í Húnavatnssýslu. Dáin 24. júní, 1937 í Manitoba.
Maki: Jakob Pétur Sigurgeirsson f. í Eyjafjarðarsýslu 1. júlí, 1858. Dáinn í Manitoba 1. ágúst, 1937.
Börn: 1. Jóhannes f. 10. maí, 1891 2. Sigurgeir Hermanius f. 1. janúar, 1893 3. Skúli Júlíus f. 12. júní, 1897 4. Alexander f. 1899 5. Jakob Georg f. 12. desember, 1900 6. Haraldur Jón f. 1904. Með Guðbjörgu Jónsdóttur átti hann Svanfríði f. 20. janúar, 1885.
Jakob flutti vestur árið 1888 með móður sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur og systkinum. Þau settust að á Gimli í Nýja Íslandi þar sem Jakob og Viktoría hófu búskap. Þau fluttu seinna þaðan út í Mikley. Viktoría fór vestur árið 1883 með sinni móður, Sigríði Þiðriksdóttur og systrunum Solveigu og Elísabetu. Þær settust að í Nýja Íslandi.
