ID: 14273
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Vilborg Friðriksdóttir fæddist 25. janúar, 1868 í S. Múlasýslu.
Maki: 14. desember, 1896 Pétur Þorkelsson f. 12. júní, 1872 í Skagafjarðarsýslu, d. í Lyon sýslu í Minnesota 3. febrúar, 1951.
Börn: 1. Anna Soffía (Sophie) f. 25. janúar, 1900, d. 2. júlí, 1990 2. Friðrik (Frederik) Byron Pétur f. 18. desember, 1907 3. Vilborg Marjorie f. 1910 4. Floyd Julian f. 12. júli, 1914.
Pétur flutti vestur árið 1883 með foreldrum sínum, Þorkeli Guðmundssyni og Önnu Sigríði Skúladóttur og systkinum. Þau settust að í Lyon sýslu. Vilborg fór vestur með sínum foreldrum, Friðriki Guðmundssyni og Guðnýju Þorláksdóttur árið 1883. Þau settust að í Yellow Medicine sýslu í Minnesota.
