ID: 13210
Fæðingarár : 1831
Dánarár : 1920
Vilborg Jónsdóttir fæddist í N. Múlasýslu 28. apríl, 1831. Dáin í Unalandi í Fljótsbyggð 1. júní, 1920.
Maki: Eyjólfur Magnússon fæddist í N. Múlasýslu 22. september, 1822. Dáinn í Nýja Íslandi 24. október, 1907.
Börn: 1. Gunnsteinn f. 2. apríl, 1866 2. Jón f. 7. október, 1868, dó á Íslandi 20. febrúar, 1870.
Eyjólfur og Vilborg fóru vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og þaðan í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi. Þangað var þá sonur Eyjólfs, Stefán kominn en hann hafði farið til Nýja Íslands með fyrsta hópnum árið áður. Stefán nam land fyrir föður sinn, sjálfan sig og bræður sína Sigurð og Þorstein. Bær Eyjólfs og Vilborgar í Fljótsbyggð hét Unaland og þar bjuggu þau alla tíð.