Vilborg K Eyjólfsson

ID: 18500
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1899

Vilborg Kristjana Gunnsteinsdóttir fæddist í Nýja Íslandi 30. apríl, 1899. Eyjólfsson vestra.

Ógift og barnlaus.

Vilborg var dóttir Gunnsteins Eyjólfssonar og Guðfinnu Eiríksdóttur í Unalandi í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi. Hén gekk menntaveginn, lauk B. A. prófi frá University of Manitoba í Winnipeg og kennaraprófi þar í borg árið 1923. Þá tók kennarastarfið við og kenndi hún í Hnausabyggð og í Riverton en svo í barnaskólum í Winnipeg árin 1930-1964.  Á þeim tíma kenndi hún íslensku í skóla Þjóðræknisfélagsins í borginni.