ID: 14788
Fæðingarár : 1896
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Vilhelmína Sesselja Elísdóttir fæddist 2. mars, 1896 í S. Múlasýslu.
Ókvænt og barnlaus.
Fósturfaðir: Gunnar Þórðarson f. í S. Múlasýslu 26. júní, 1876. Dáinn 1937
Vilhelmína var dóttir Elísar Þórðarsonar og konu hans Kristínar Soffíu Sigfúsdóttur. Faðir hennar dó þegar hún var á barnsaldri um aldamótin því árið 1901 er móðir hennar skráð ekkja með tvær dætur. Gunnar var sonur Þórðar Eiríkssonar og Sesselju Einarsdóttur. Elís, faðir Vilhelmínu var bróðir Gunnars. Ekki er ljóst hvenær Gunnar tekur Vilhelmínu í fóstur en með honum fór hún vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1911. Gunnar bjó alla tíð í Hnausabyggð.
