Wilfred Lawrence Finnsson fæddist 10. október, 1897 í Nýja Íslandi.
Maki: Þorgerður Lýðsdóttir f. 16. febrúar, 1908 í Hnausabyggð.
Börn: 1. Þórunn Björg f. í Hnausabyggð 4. ágúst, 1928 2. Helga tvíburasystir Þórunnar 3. Sveinn 4. Kristín Sigurrós f. 11. apríl, 1933 5. Helen Jórunn Stefanía f. 19. september, 1934 6. Alda f. 19. september, 1936 7. Friðjón Victor f. 25. júlí, 1938 8. Vilborg Guðrún f. 15. nóvember, 1940 9. Sigríður Hildur f. 2. mars, 1943 á Gimli 10. Wilfred Kristjón f. 8. nóvember, 1944 á Gimli 11. Stefán Douglas f. 4. nóvember, 1947 á Gimli.

Aftast Hildur, Wilfred, Sveinn, Friðjón, Stefán og Kristín. Miðja Vilborg, Þórunn, Helga, Jórunn og Alda. Fremst Þorgerður og Wilfred Mynd HR
Wilfred var sonur Kristjóns Finnssonar og Þórunnar Bjargar Eiríksdóttur í Nýja Íslandi. Þorgerður var dóttir Lýðs Jónssonar og Helgu Sveinsdóttur í Hnausabyggð. Wilfred stundaði fiskveiðar og var að auki með búskap.
