
Wilhelm M Kristjánsson Mynd Internet.
Wilhelm Magnússon fæddist í Grunnavatnsbyggð í Manitoba 23. desember, 1896. Dáinn 30. mars, 1979 í Winnipeg. Kristjánsson vestra.
Maki: 1) 18. ágúst, 1928 Verda Viola f. 1900, d. 1948 2) Jónína Þórunn Helgadóttir f. 20. apríl, 1906.
Börn: Með Verda Viola 1. Laura Evelyn f. 8. desember, 1929 2. Dorothy Merle f. 16. júní, 1932 Ronald William f. 10. desember, 1934. Wilhelm og Jónína áttu saman engin börn en hún átti af fyrra hjónabandi 1. John Stephen f. 21. desember, 1936 2. Mary Jóna f. 4. maí, 1944.
Wilhelm var sonur Magnúsar Kristjánssonar og Margrétar Dagbjartar Daníelsdóttur í Grunnvatnsbyggð og seinna Lundar. Hann kaus ungur menntaveginn, gekk í Jón Bjarnason Academy 1915-16 og lauk BA námi í Manitobaháskóla árið 1924. Meira um Wilhelm í Íslensk arfleifð að neðan. Margrét var dóttir Daníels Sigurðssonar og Kristjönu Jörundsdóttur í Grunnavatnsbyggð.
