Fædd(ur) vestra
William Olson fæddist í Winnipeg.
Ólst þar upp hjá foreldrum sínum Haraldi Jóhannessyni Olson og Karítas Hansínu Einarsdóttur. Hann fór með bróður sínum Baldri vestur í Vatnabyggð í Saskatchewan og nam land í Wynyardbuggð líkt og hann. En bág heilsa kom í veg fyrir landbúnaðarstörf. William flutti úr byggðinni og fór vestur að Kyrrahafi þar sem hann dvaldi einhvern tíma. Flutti þaðan til baka til Winnipeg og bjó þar.
