ID: 1523
Fæðingarár : 1872
Fæðingarstaður : V. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1966

Árni Sigurðsson Mýrdal
Árni Sigurðsson fæddist í V.Skaftafellssýslu 19. október, 1872. Dáinn á Point Roberts 25. mars, 1966. Mýrdal vestra.
Maki: 22.september, 1894 Sigríður Sigurðardóttir f. 7. september, 1871 í Ísafjarðarsýslu, d. 28. desember, 1944
Barnlaus en ólu upp tvær bróðurdætur Sigríðar: 1. Sigríður Kristín 2. Elín. Drengur, bróðir stúlknanna dó ungur. Báðir foreldrar þessarra barna dóu frá þeim ungum.
Árni fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum og systkinum árið 1876 og sama ár til Nýja Íslands. Hann fylgdi fjölskyldunni suður í Pembinabyggð í N. Dakota og til Victoria í Bresku Kolumbíu árið 1887. Árni og Sigríður settust að á Point Roberts árið 1902 og bjuggu þar.
