Ásmundur Magnússon

ID: 2029
Fæðingarár : 1877

Ásmundur Magnússon fæddist 7. október, 1877 í Borgarfjarðarsýslu.

Maki: 1) 15. október, 1901 Lára Elín Scheving f. í Árnessýslu 8. mars, 1870, þau skildu. 2)  Gíslína Sigurðardóttir f. 12. maí, 1889, d. 26. júní, 1973.

Börn: Með Láru 1. Lárus Scheving f. í Winnipeg 22. mars, 1907. Með Gíslínu 1. Adolf 2. Ólafur 3. Sigurður 4. Grettir 5. Ása Gíslína 6. Ágúst 7. Helgi.

Ásmundur flutti vestur árið 1886, með foreldrum sínum, Magnúsi Frímann Ólafssyni og Helgu Jónsdóttur.  Þau voru fyrstu árin í Winnipeg en 1893 fluttu þau í Narrows við Manitobavatn. Þar bjó Ásmundur þar til þau Lára skildu, þá flutti Ásmundur vestur yfir vatnið þar sem hann bjó í 19 ár. Flutti þaðan í Siglunesbyggð. Meira um Ásmund að neðan. Lára Elín bjó áfram við vatnið en flutti seinna þaðan til Gimli og bjá hjá Lárusi, syni sínum.  Gíslína flutti vestur með móður sinni, Óvídá Gísladóttur og manni hennar Kristni Guðnasyni Goodman árið 1905.

Íslensk arfleifð :