Bergþór Þórðarson

ID: 3105
Fæðingarár : 1866
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1940

Kristjana Sigurðardóttir og Bergþór Þórðarson Mynd WtW

Bergþór Þórðarson fæddist í Árnessýslu 27. febrúar, 1866. Dáinn á Gimli árið 1940.

Maki: 1894 Kristjana Sigurðardóttir f. í S. Þingeyjarsýslu árið 1870, d. 1955.

Börn: 1. Guðrún Ragnhildur f. 1891 2. Þórður Gordon (Doddi) f. 1895 3. Lára Bergþóra f. 1898 4. Guðfinna Lilja f. 1910, tvíburasystir hennar, Þorbjörg Jóhanna dó í fæðingu.

Bergþór flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 með móður sinni, Bergþóru Bergþórsdóttur og stjúpföður, Sigurði Sigurðssyni. Þau fluttu í Mikley en þar bjó þá Sigurður Erlendsson með sína fjölskyldu en hann var faðir Kristjönu. Hún og Bergþór fluttu í Lundarbyggð og námu þar land árið 1902. Bjuggu þar til ársins 1908 en fluttu þá til Gimli.