Björn Hallsson

ID: 13620

Björn Hallsson Mynd VÍÆ III

Björn Hallsson fæddist 2. september, 1887 í N. Múlasýslu.

Maki: 1911 Anna Jónsdóttir f. 7. september, 1888, d. 15. mars, 1962.

Börn: 1. Kristjana f. 8. júní, 1912  2. María f. 23. júní, 1914. Báðar fæddar í Silver Bay, Manitoba.

Björn var sonur Halls Ólafssonar og Guðrúnar Kristjönu Björnsdóttur sem vestur fluttu árið 1903 og settust að í Manitoba.  Hann nam land í Silver Bay árið 1908 en flutti þaðan árið 1918 til Kaliforníu og settist að í Palo Alto.