Freeman M Einarsson

ID: 16582
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1888

Freeman M Einarsson Mynd VÍÆ I

Freeman Matúsalemsson fæddist í Mountain, N. Dakota 11. júlí, 1888. Freeman M Einarsson vestra.

Maki: 21. júní, 1911 Hallfríður Magnúsdóttir f. í Eyford í N. Dakota 30. október, 1885.

Börn: 1. Ephemia Elfreda f. 7. apríl, 1912 2. Hallfríður Guðný f. 16. nóvember, 1913 3. Guðbjörg María (Judy) f. 14. apríl, 1922 4. Freeman Methusalem f. 16. október, 1924, d. 31. október, 1945.

Freeman var sonur Matúsalems Einarssonar og Ingibjargar Kristjánsdóttur sem settust að í Víkurbyggð í N. Dakota árið 1883. Þar ólst hann upp, sótti verzlunarskóla í Grand Forks, en gerðist svo bóndi í Mountain. Ungur að árum varð Freeman áhugasamur um samfélagsmál, var kosinn á þing N. Dakota, formaður bygginganefndar dvalarheimilisins á Borg í Mountain. Í skólanefnd og sveitarstjórn um árabil. Hallfríður var dóttir Magnúsar Sigbjörnssonar og Guðbjargar Jónínu  Guðmunds-dóttur í Eyford.